Til stóð að gera breytingar á ríkisstjórninni nú um áramót. Eins og fram kom í umfjöllun Viðskiptablaðsins í síðustu viku birti Jóhanna Sigurðardóttir fyrir slysni fyrstu spilin í komandi ráðherrakapli of snemma þegar hún gagnrýndi Jón Bjarnason harkalega fyrir tæpum þremur vikum fyrir að hafa birt drög að frumvarpi um stjórn fiskveiða á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

Þá kom skýrt fram að til stæði að koma Jóni út úr ríkisstjórn. Í kjölfarið spurðist út að Árni Páll fengi að fjúka um leið.

Það sem hins vegar kom ekki fram var hvernig þau Steingrímur og Jóhanna ætluðu að framkvæma þessar breytingar. Það er í sjálfu sér eðlilegt enda voru þau ekki búin að kortleggja það sjálf. Sem kunnugt er hangir stjórnarmeirihlutinn á einum þingmanni í dag og það má því lítið út af bera til að stjórnin falli, eða missi í það minnsta meirihluta á þingi þó svo að hún verði tæplega sett af með vantrauststillögu.

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð.