Geir H. Haarde, forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefði verið slitið.

Hann sagði Samfylkinguna hafa gert kröfu um að forsætisráðuneytið færðist yfir til Samfylkingarinnar en hann teldi þá kröfu óaðgengilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Geir sagði þó að málefnalegur grundvöllur hefði verið fyrir áframhaldandi samstarfi.