Alþingi samþykkti rétt í þessu að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum. Nei sögðu 28. Tveir greiddu ekki atkvæði.

Samfylkingin sagði öll já, Framsóknarflokkurinn og VG klofnuðu í afstöðu sinni og einn þingmaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sagði já.

Þorgerður K. Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sat hjá. Það gerði einnig Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagði nei, en varaformaður flokksins, Birkir J. Jónsson, sagði já.

Forystumenn ríkisstjórnarinnar Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, greiddu atkvæði með tillögunni um aðildarviðræður við ESB.

Að loknum viðræðunum við ESB á, samkvæmt tillögunni, að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um væntanlegan aðildarsamning.

Ekki ósamrýmanlegt stefnu VG

Jóhanna sagði í upphafi atkvæðagreiðslnanna á Alþingi um tillöguna og breytingartillögur við hana að það væri bjargföst trú sín að umsókn um aðild að ESB myndi greiða götuna fyrir skjótri endurreisn íslensks efnahagslífs.

Steingrímur áréttaði í atkvæðagreiðslunum að það væri grundvallarstefna flokksins að það þjónaði ekki hagsmunum Íslands að gerast aðili að ESB.

„Við greiðum atkvæði um það hér á eftir hvort rétt sé eftir sem áður að láta reyna á í viðræðum hvers konar samningi sé hægt að ná til þess að þjóðin geti að því loknu hafnað honum eða samþykkt hann komi til niðurstöðu," sagði Steingrímur.

Hann sagði að þingmenn VG væri bundnir af engu öðru en sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslunni og bætti við: „Hvorutveggja afstaðan: að vera með því eða á móti, er vel samrýmanleg stefnu flokksins. "

Þingmenn VG sögðu já, nei og sátu hjá

Atkvæði féllu svona:

Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu: já

Ásta R. Jóhannesdóttir, Samfylkingu, já

Jón Bjarnason, VG: nei

Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki: nei

Jónína Rós Guðmundsdóttir, Samfylkingu: já

Katrín Jakobsdóttir, VG: já

Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu: já

Kristján L. Mölle, Samfylkingu: já

Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki: nei

Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG: nei

Lilja Mósesdóttir, VG: já

Magnús Orri Schram, Samfylkingu: já

Magrét Tryggvadóttir, Borgarahreyfingu: nei

Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu: já

Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingu: já

Ólöf Norda, Sjálfstæðisflokki: nei

Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki: nei

Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki: nei

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki: já

Róbert Marshall, Samfylkingu: já

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki: nei

Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingu: já

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu: já

Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki: nei

Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki: já

Skúli Helgason, Samfylkingu: já

Steingrímur J. Sigfússon, VG: já

Steinunn V. Óskarsdótitr, Samfylkingu: já

Svandís Svavarsdóttir, VG : já

Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálfstæðisflokki: nei

Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki; nei

Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu: já

Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki: nei

Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki: Greiðir ekki atkvæði

Þór Saari, Borgarahreyfingu: nei

Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu: já

Þráinn Bertelsson, Borgarahreyfingu: já

Þuríður Backman VG: nei

Ögmundur Jónasson, VG: já

Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu:  já

Atli Gíslason, VG: nei

Álfheiður Ingadóttir, VG: já

Árni Páll Árnason, Samfylkingu: já

Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki: nei

Árni Þór Sigurðsson, VG: já

Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki: nei

Ásmundur Einar Daðason, VG: nei

Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki: nei

Birgitta Jónsdóttir, Borgarahreyfingu: nei

Birkir J. Jónsson, Framsóknarflokki: já

Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki: nei

Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu: já

Bjarkey Gunnarsdóttir, VG: já

Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki: nei

Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki: nei

Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu: já

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, VG: Greiðir ekki atkvæði.

Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki: nei

Guðmundur Steingrímsson, Framsóknarflokki: já

Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki: nei

Helgi Hjörvar, Samfylkingu: já

Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki: nei

Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki: nei