Gert er ráð að ríkissjóður verji 30 milljónum króna til að taka þátt í kostnaði sveitarfélaga við refaveiðar á næstu þremur árum. Undanfarin tvö ár hefur ríkið ekki tekið þátt í þessum kostnaði. Forsenda fjárveitingarinnar er að gerðir verði samningar við sveitarfélögin um endurgreiðslur. Gert er ráð fyrir að endurgreiðslan nemi allt að þriðjungi kostnaðar sveitarfélaga.

Umhverfisstofnun hefur útbúið drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar. Markmiðið með áætluninni er að tryggja upplýsingaöflun og samráð við helstu hagsmunaaðila. Þannig megi byggja upp enn betri grunn fyrir ákvarðanatöku um veiðar á ref.

Að þremur árum liðnum má gera ráð fyrir að betri upplýsingar um stofnstærð refsins um land allt liggi fyrir sem og frekari upplýsinga um tjón. Áætlunin var unnin að höfðu samráði við Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Drögin hafa verið til umfjöllunar á samráðsvettvangi með sambandinu og Náttúrufræðistofnun Íslands.