Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja niður ríkisútvarp landsins. Ákvörðunin tekur gildi strax á miðnætti í kvöld. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Ríkisútvarpið ERT hefur rekur þrjár sjónvarpsstöðvar, fjórar útvarpsstöðvar auk svæðisútvarpsstöðva og alþjóðlegu fréttaþjónustunnar „Voice of Greece“.Um 2500 starfsmenn stofnunarinnar missa störf sín.

Talsmaður stjórnvalda, Simons Kedikoglou, segir að ERT sé dæmi um þar sem allt gegnsæi skorti og stofnunin sé gríðarlega kostaðarsöm. Hann segir að starfssemin muni hefjast á ný um leið og færi gefst.

Um 15.000 ríkisstarfsmenn missa vinnuna um þessar mundir og er það í samræmi við skilyrði neyðarlána Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

„Útvarpsgjaldið“ í Grikklandi hefur verið lagt ofan á rafmagnsreikninga fólks og nemur 4,3 evrum á mánuði, 688 krónum.