Veitingastaðurinn Rikki Chan hagnaðist um 14 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn minnkaði um rúmlega 5 milljónir ára frá árinu 2013.

Tekjur af sölu veitinga hækkuðu um 9% á milli ára og námu 186,6 milljónum króna á árinu. Kostnaður hækkaði einnig, en laun og launatengd gjöld hækkuðu til að mynda um 21 prósent.

Fyrirtækið borgaði um 1,8 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir rými sitt á Stjörnutorgi í Kringlunni. Handbært fé frá rekstri Rikka Chan nam 5,4 milljónum króna og námu eignir fyrirtækisins um 70 milljónum króna í árslok. Eiginfjárhlutfallið var 95 prósent.