Riksbanken, seðlabanki Svíþjóðar, hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í morgun, eins og búist hafði verið við. Stýrivextir í landinu eru nú 1,5% en sænska hagkerfið hefur á undanförnum vikum og mánuðum sýnt viss merki hitnunar og þenslu. Riksbanken hefur jafnframt breytt vaxtaspá sinni og reiknar með að hækka vexti meira en áður hafði verið gefið í skyn.

Í tilkynningu frá Riksbanken segir að þótt undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé ekki mikill valdi heimsmarkaðsverð á hrávörum og orkugjöfum verðbólgu. Búist er við því að eftir því sem hagkerfinu vex ásmegin muni verðbólgan aukast og því er brugðist við með því ða hækka vexti.