*

laugardagur, 24. júlí 2021
Erlent 18. júní 2015 19:30

Ríkustu borgirnar eftir tíu ár

Nokkrar af þeim borgum sem McKinsey spáir að verði meðal 10 ríkustu í heimi árið 2025 eru lítið þekktar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

New York, London og Hong Kong eru meðal ríkustu borga heims í dag. En þessar sjö borgir verða samkvæmt skýrslu McKinsey meðal 10 ríkustu borga heims eftir áratug.

Doha, Katar

Katar er meaðl ríkustu landa í heimi og er spáð mikilli fjárfestingu þar á komandi árum, sérstaklega vegna heimsmeistaramótsins í fótbolta sem verður þar árið 2022.

Bergen, Noregi

Bergen sem er næststærsta borg Noregs er eitt aðalefnahagssvæði Noregs, en sérfræðingar McKinsey spá því að borgin verði eins sú ríkasta í heimi á næstu tíu árum. Í borginni er aðal orku og sjávarútvegsiðnaður Noregs auk þess að þar fara fram rannsóknir í sjávarútveginum.

Þrándheimur, Noregi

Þrándheimur er heimabær farsímatækni en þar var GSm standardinn fundinn upp á 9. áratugnum. Síðan þá hefur tækniiðnaðurinn í bænum þróast mikið og eru nú 550 nýsköpunarfyrirtæki með yfir 10 þúsund starfsmenn í Þrándheimi.

Hwaseong, Suður Kóreu

Borgin Hwaseong er lítið þekkt utan Kóreu en er vaxandi borg sunnan Seúl. Rannsóknasetur Huyndai og Samsung er þar auk framleiðsluverkstæði Kia og LG electronics. Verið er að fjárfesta mikð í nýju húsnæði í Dongtan hverfinu.

Asan, Suður Kóreu

Líkt og nágrannaborgin Hwaseong er Asan heimili stóriðju í landinu. Borgin er einnig nálægt höfninni Pyeongtaek sem er nálægasta höfn við austur Kína og alþjóðleg útflutningshöfn.

Rhine Ruhr, Þýskalandi

Rhine-Ruhr er nú þegar eitt besta heppnaða þéttbýli Þýskalands. Það er þriðja stærsta í Evrópu á eftir París og London. Mörg stórfyrirtæki Þýskalands eru með aðsetur þar meðal annars 12 Fortune 500 fyrirtæki.

Macau, Kína

Macau er dæmi um það hversu hratt hlutirnir breytast. Macau gekk í gegnum mikla efnahagskreppu í lok síðasta ár en McKinsey spáir þó að borgin verði ein sú ríkasta í heimi fyrir árið 2025. Þrátt fyrir kreppuna sem tengdist spilavítum í fyrra er trúað því að hagvöxtur aukist á ný á næsta ári. 

Stikkorð: doha þrándheimur bergen ríkustu borgir