Árið 1980 stofnaði Rodger Riney Scottrade, með það að leiðarljósi að auðvelda þátttöku á hlutabréfamörkuðum og gera viðskiptin ódýrari. Riney hefur stýrt fyrirtækinu alveg frá stofnun þess, þrátt fyrir að glíma við ýmsa sjúkdóma.

Samkvæmt verðbréfaeftirliti Bandaríkjanna, á hann og fjölskylda hans enn um 75% í fyrirtækinu, sem keypt verður á 4 milljarða af TD Ameritrade. Þar með mun fjölskyldan auðgast um ríflega 3 milljarða Bandaríkjadala fyrir skatt.

Riney sjálfur mun einnig fá stjórnarsæti hjá TD Ameritrade. Mörgum kemur á óvart að hann hafi ákveðið að selja fyrirtækið. Hann hefur áður komið með yfirlýsingar þar sem hann þvertekur fyrir það að vilja losa sig út.