Námu og álvinnslufyrirtækið Rio Tinto ætlar að auka framleiðslu á áli á næsta ári um 10%. Fyrirtækið ætlar að ná þessari aukningu fram með aukinni framleiðni innan fyrirtækisins.

Offramboð er á áli um þessar mundir en Rio Tinto er stærsti álframleiðandi í heimi og félagið 3,6 milljón tonn á næsta ári. Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað um fimmtung á þessu ári, en verðið hefur ekki verið lægra í um sex ár. Framleiðsluaukning Rio Tinto var meiri en búist var við, en sérfræðingar telja að framleiðsla umfram eftirspurn verði um 1,1 milljón tonn á næsta ári, en fyrir aukninguna var búist við að hún yrði 160 þúsund tonn.

Að sögn  Gervais Jacques, framkvæmdastjóra hjá Rio Tinto þá býst fyrirtæki ekki við því að markaðurinn jafni sig í bráð. „Um helmingur af álverum eru rekin með tapi þannig að það er líklegt að lokunum óhagkvæmra framleiðslueininga muni fjölga í bráð. Þangað til það gerist þá er ekki líklegt að álverð verði undir miklum þrýstingi“

Rio Tinto kynnti í gær umfangsmilar hagræðingaraðgerðir sem miða að því að lækka kostnað fyrirtækisins og auka við framlegð í álvinnslu.