Rio Tinto, sem er næst stærsta námuvinnslufyrirtæki heims, hagnaðist um 3,32 milljarða dollara á fyrri hluta ársins, andvirði tæplega 500 milljörðum króna. Það er um 20% samdráttur frá fyrra ári þegar félagið hagnaðist um 4,13 milljarða dollara. Félagið birti árshlutauppgjör sitt í dag.

Arðgreiðslur félagsins á hlut jukust milli ára um 3% úr 1,51 dollara á hlut í 1,55 dollara á hlut.  Tekjur félagsins drógust saman um 7% á fyrri hluta ársins, samanborið við sama tímabil á fyrra ári, og standa í 20,3 milljörðum dollara.

Þar kemur einnig fram að félagið hefur fært niður 292 milljónir dollara, um 40 milljarða króna, vegna álversins í Straumsvík. segir félagið frá því að Rio Tinto hafi lagt fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna misnotkunar Landsvirkjunar á yfirburðastöðu fyrirtækisins til þess að virkjunin geti enn keppt á alþjóðavísu.

Eiginfjárhlutfall félagsins hélst nær óbreytt milli ára í ríflega 51% þar sem bæði eignir félagsins og eigið fé lækkaði eilítið.

Sjá einnig: Rio Tinto leggur fram kvörtun til SKE

Mikil óvissa er með rekstur Rio Tinto á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík. Rio Tinto lokaði nýverið verksmiðju sinni í Nýja-Sjálandi.

Hlutabréfaverð félagsins hafa hækkað lítillega það sem af er ári en markaðsvirði félagsins er um 104 milljarðar dollara.