Rio Tinto mun í dag greina frá árangri í aðgerðum fyrirtækisins til að draga úr kostnaði og auka framlegð fyrirtækisins í álvinnslu. Fyrirtækið mun einnig greina frekar frá áformum um Amrun báxít verkefnið. Gangi verkefnið eftir verður Rio Tinto einn helsti framleiðandi á báxít í heiminum, en nær allt ál er framleitt úr báxít málmgrýti.

Rio Tinto gerir ráð fyrir að í lok árs 2015 muni fyrirtækinu hafa tekist að skera niður um 300 milljónir Bandaríkjadala, eða um ríflega 39 milljarða króna, og lækkun fjármagnskostnaðar um 45 milljón dali, eða um tæpa sex milljarða. Einnig mun fyrirtækið lækka veltufjármuni um 400 milljónir dala, 52 milljarða króna.

Fyrirtækið áætlar einnig að á árinu 2016 muni fyrirtækið auka við framlegð í bæði námugreftri á báxít og álvinnslu. Gert er ráð fyrir allt að 4% báxít námugreftri fyrir allt að 45 milljónir tonna, allt að 3% fyrir fyrstu 8 milljón tonninn í súrálvinnslu og allt að 10% í fyrstu 3,6 milljón tonnin í álvinnslu.

Gert er ráð fyrir að fjárfestingarútgjöld fyrirtækisins á árinu 2016 verða um 5 milljarðar dala, eða um 650 milljarðar, en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir um 782 milljörðum.