Rio Tinto, móðurfélag Alcan á Íslandi, tapaði þremur milljörðum dala á síðasta ári, að því er segir í frétt Bloomberg. Er þetta í fyrsta skipti í 21 ár sem fyrirtækið skilar tapi, en árið 2011 var 5,8 milljarða dala hagnaður á rekstri fyrirtækisins. Þrátt fyrir tapið var afkoman samt sem áður betri en óttast hafði verið, því greinendur höfðu spáð því að tapið yrði fjórir milljarðar dala.

Tapið kemur til vegna fjórtán milljarða dala afskrifta tengdum 38 milljarða dala yfirtöku Rio Tinto á Alcan árið 2007. Við kaupin nítjánfölduðust skuldir Rio Tinto og kaupin hafa ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt. Eftir að greint var frá afskriftunum sagði forstjóri Rio Tinto, Tom Albanese, af sér og Sam Walsh tók við af honum.

Vegna þess að tapið var minna en búst var við hækkaði gengi bréfa Rio Tinto í kauphöllinni í Sydney um 2,3%.