Yfirvöld í Bandaríkjunum lokuðu þremur bönkum, í Georgíu, Norður-Karólínu og Kansas, fyrir helgi. Þar með hefur 40 bönkum verið lokað í ár, að því er segir í frétt Marketwatch.

Bankarnir eru allir fremur litlir en innistæðutryggingasjóður Bandaríkjanna, FDIC, áætlar engu að síður að kostnaðurinn sem lendir á honum við fall þeirra sé samanlagt um 363 milljónir dala, jafnvirði um 46 milljarða króna.