Hagfræðingarnir Peter A. Diamond, Dale T. Mortensen og Christopher A. Pissarides deila Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár. Tilkynnt var um hver hlyti verðlaunin klukkan 11 að íslenskum tíma í dag.

Kenningin sem hlýtur verðlaunin í ár fjallar um seljendur og kaupendur á markaði og erfiðleika við að finna hvern annan.

Nóbelsverðlaunin í hagfræði hafa verið veitt árlega frá árinu 1969. Í fyrra vann kona verðlaunin í fyrsta skipti en þá fékk Elinor Ostrom Nóbelsverðlaunin ásamt Oliver E. Williamson.