Í morgun fór sendinefnd níu Íslendinga til Noregs til að taka þátt í aðalfundi NEI TIL EU í Noregi, en það eru systursamtök HEIMSSÝNAR á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimssýn en í sendinefndinni eru m.a. þrír þingmenn frá jafn mörgum flokkum.

Þá kemur fram að heimsókn Íslendinganna hefur vakið mikla fjölmiðlaathygli í Noregi og Ásmundur Einar Daðason, nýkjörinn formaður Heimssýnar m.a. verið í sjónvarps- og útvarpsviðtölum hjá NRK og víðar. Ísland sé eitt meginþema aðalfundarins, sem haldinn er á Gardemoen, að þessu sinni og halda íslensku fulltrúarnir nokkrar ræður og taka þátt í málstofum um Ísland.

Á mánudag munu fulltrúar Heimssýnar funda með NEI TIL EU á skrifstofu samtakanna í Osló og með systurflokkum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

Í sendinefndinni eru:

  • Ásmundur Einar Daðason alþingismaður
  • Vigdís Hausdóttir alþingismaður
  • Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður
  • Kolbrún Halldórsdóttir fv. umhverfisráðherra
  • Reynir Jóhannesson starfsmaður Heimssýnar og félagi í SUS
  • Páll Vilhjálmsson blaðamaður
  • Ragnar Friðrik Ólafsson sálfræðingur
  • Guðjón Ebbi Guðjónsson frá ungum Framsóknarmönnum
  • Brynja Björg Halldórsdóttir fv. formaður Ungra vinstri grænna