Jóna Björk Gunnarsdóttir, Einar Rúnarsson og Edda H. Austmann Harðardóttir hafa verið ráðin til Hörpu tónlistarhúss. Jóna Björk var ráðin miðasölustjóri, Einar  var ráðinn sviðs- og tæknimaður og Edda H. verður aðstoðarmiðasölustjóri Hörpu.

Úr tilkynningu:

Jóna Björk Gunnarsdóttir hefur verið ráðin miðasölustjóri hjá Hörpu. Jóna Björk er með diplóma frá Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun. Hún hefur verið miðasölustjóri og móttökustjóri Þjóðleikhússins undanfarin ár. Áður hefur Jóna unnið sem þjónustustjóri hjá Flugfélagi Íslands og Icelandair, viðskiptastjóri hjá SPRON og gjaldkeri og sérfræðingur hjá Landsbankanum.

Einar Rúnarsson hefur verið ráðinn sem sviðs- og tæknimaður í Hörpu.  Einar hefur starfað sem tæknisviðsstjóri hjá Borgarleikhúsinu um árabil.  Undanfarin tólf ár hefur hann unnið við ótal sýningar í Borgarleikhúsinu og í samstarfi Vesturports og Borgarleikhússins farið víða um heim sem tæknimaður í sýningunum Woyzeck og Faust. Einar er einnig tónlistarmaður og hefur leikið m.a. með Sniglabandinu.

Edda H. Austmann Harðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmiðasölustjóri Hörpu. Edda er í MSc námi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hún nam söng í Glasgow og London og hefur starfað við kórstjórn og söngkennslu hér á landi. Með námi starfaði hún hjá Royal Albert Hall í miðasölu, við sætavísun, almenn skrifstofustörf og upplýsingagjöf. Edda mun m.a. hafa umsjón með áskriftarkortum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu.