Pantanir hjá þrem stærstu skipasmíðastöðvum Kóreu á þessu ári slá öll fyrri met samkvæmt frétt The Korea Herald. Hafa pantanir aukist um að verðmæti 2,3 milljarða dollara frá fyrra ári og verða um 23,3 milljarðar dollara, eða sem svarar hátt í 1.500 milljarðar íslenskra króna.

Er þetta þvert á spár um minnkandi eftirspurn eftir skipum og hefur salan aukist á vönduðum skipum í dýrari verðflokkum. Virðast útgerðarfyrirtækin þarna vera að mæta áframhaldandi vexti í viðskipum.

Þarna er um að ræða samninga sem skipasmíðastöðvar Hyundai Heavy Industries Co. hafa gert um smíði á skipum fyrir 8,5 milljarða dollara, Samsung Heavy Industries Co. hefur gert samninga upp á 8 milljarða dollara og Daewoo Shipbuilding & Marine Engineering Co. haf gert samninga upp á 6,8 milljarða dollara.

@mfs:Hvert sölumetið af öðru

@mm:Þetta er þriðja árið í röð sem sett eru sölumet hjá þessum þrem skipasmíðastöðvum. Árið 2003 var selt fyrir samtals 15,8 milljarða dollara, þá 21 milljarð árið 2004 og nú hafa verið gerðir samningar fyrir 23,3 milljarða dollara á árinu 2005.

Búist er við að frekar hægi á eftirspurninni a næsta ári samkvæmt spám samtaka um viðskipti.

Hyundai Heavy Industries, sem er stærsta skipasmíðafyrirtæki heims, hefur þrátt fyrir háar sölutölur fengið færri pantanir í heild en árið 2004, eða samtals 85 skip. Þau eru hinsvegar dýrari í smíðum og kosta að meðaltali hvert um sig sem svarar nærri 6,5 milljörðum íslenskra króna. Salan upp á 8,5 milljarða dollara er langt umfram áætlanir fyrirtækisins sem gerðu ráð fyrir 5,48 milljarða dollara sölu á árinu sem nú er senn á enda.

Samsung Heavy Industries hefur einnig náð að toppa áætlanir sínar um sölu upp á 5 milljarða dollara. Fyrirtækið fer langt yfir þau markmið með og er með sölu, eins og fyrr segir, upp á 8 milljarða dollara. Er fyrirtækið nú talið annað stærsta skipasmíðafyrirtæki heims, samkvæmt skrá breska skipamiðlarans Clarkson Plc. yfir tímabilið janúar til nóvember 2005.

Þá tók Daewoo Shipbuilding við pöntunum á 45 skipum á þessu ári. Fyrirtækið segir að salan hefði náð yfir 7 milljarða dollara ef Frigstad Offshore Drilling Ltd. í Singapúr hefði ekki hætti við áður gerðan samning.