Verktakafyrirtækið Ris ehf. hefur fest kaup á stærstum hluta af landi Sveinskots á Álftanesi. Um er að ræða 1,1 hektara lands og er hugsunin að byggja þar raðhús, parhús og einbýlishús.

Í frétt Víkurfrétta kemur fram að viðræður standa nú yfir milli Ris og bæjaryfirvalda á Álftanesi um framtíð svæðisins og er gert ráð fyrir að í framhaldinu fari í gang vinna við nýtt skipulag svæðisins. Sú vinna mun taka nokkra mánuði þannig að enn er nokkuð í land með að framkvæmdir geti hafist segir á fréttavef Víkurfrétta.