Skiptum er lokið á þrotabúi GV heildverslunar og námu lýstar kröfur í búið 595,8 milljónum króna. Búskröfur námu alls 4,9 milljónum króna, forgangskröfur námu 36,8 milljónum og veðkröfur 277,7 milljónum króna. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu fengust allar samþykktar bús- og veðkröfur greiddar og upp í forgangskröfur fengust 32,26%. Upp í aðrar kröfur fékkst ekkert.

Á vefsíðu fyrirtækisins segir að eftir bankahrunið 2008 hafi rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja breyst til muna. Fyrirtækið hafi verið endurskipulagt um mitt árið 2009 þar sem ákveðið var að leggja megináherslu á vörur og lausnir tengdar ljósum og lýsingu.

GV heildverslun hét áður Jóhann Ólafsson & Co ehf., en nafni félagsins var breytt á hluthafafundi þann 19. júní 2009. Þann 7. ágúst sama ár var félagið tekið til gjaldþrotaskipta.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .