Siglingastofnun hefur í allt sumar gert rannsóknir í tengslum við fyrirhugaða stækkun Húsavíkurhafnar líkan af Húsavíkurhöfn og svæði undir fyrirhugaða stóriðjuhöfn í líkanstöð Siglingastofnunar.

Líkanið er byggt í mælikvarðanum 1:100 sem er minni mælikvarði en þegar verið er að vinna með hefðbundnar íslenskar hafnir.

„Það sem einkum er erfitt að takast á við í þessari framkvæmd eru sogahreyfing og há hönnunaralda fyrir brimvarnargarðinn.  Stór búlkaskip, eins og þau sem koma til með að sjá um súrálsflutninga, eru mun viðkvæmari fyrir sogahreyfingu en minni flutningaskip svo ekki sé talað um fiskiskip, en minni skipin eru hins vegar viðkvæmari fyrir ölduhreyfingunni,” segir meðal annars í upplýsingum frá Siglingastofnun.

Rannsóknirnar innifela í upphafi vinnu við vatnslíkanið með fljótandi skipi bundið við kant og uppsetningu reiknilíkana bæði fyrir öldur og sog.

Síðar er ætlunin að halda grjótnámsrannsóknum áfram, skoða þykkt lausra jarðlaga í höfninni, skoða siglingu skipa að og frá höfninni í siglingahermi og gera áhættumat.