Bandaríski tóbaksframleiðandinn Philip Morris og fyrirtækjasamstæðan Altria eiga nú viðræðum um samruna félaganna. Frá þessu er greint á fréttavef BBC þar sem verðmæti sameinaðs félags er áætlað 200 milljarða dollara sem jafngildir um 25.000 milljörðum íslenskra króna. Félögin eiga sameiginlega sögu þar sem Atria var áður eigandi Philip Morris en félögin voru aðskilin 2008.

Þekktasta vörumerki Philip Morris er Malboro sígaretturnar, en félagið er í dag metið á um 120 milljarða dollara á hlutabréfamarkaði. Altaria er stærsti eigandi (35%) Juul Labs Inc. sem framleiðir vinsælustu rafrettur í Bandaríkjunum með um 72% markaðshlutdeild. Markaðsverðmæti Altaria er um 80 milljarðar dollara í dag.

Hlutabréf Altaria hafa hækkað um 3% eftir að fréttir af viðræðunum voru kunngjörð í dag en bréf Philip Morris hafa hins vegar lækkað um nær 11%.  BBC greinir frá því að verð hlutabréfa helstu keppinauta í framleiðslu tóbaks hafi lækkað í kjölfar fréttanna til að mynda hafi verð British American Tobacco lækkað um 3%.

Greinendur segja samrunann vera viðbragð við samdrætti í sígarettusölu Philip Morris, en Altaria hafi á undanförnum árum tekist vel upp í fjárfestingu utan hefðbundinnar tóbaksframleiðslu eins og í framleiðslu á rafrettum, víni, bjór og kannabis.