Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum, FAA, hafa kært flugfélagið American Airlines fyrir að fljúga vélum án þess að öryggiskröfur væru uppfylltar. FAA krefjst þess að flugfélagið verði dæmt til greiðslu sektar að upphæð 7,1 milljón Bandaríkjadala.

Brot American Airlines felast m.a. í því að fljúga án þess að lyfjapróf hafi verið fullnægjandi og án þess að útgönguljós hafi verið skoðuð nægilega vel, auk þess sem félagið flaug tveimur vélum án þess að skyldur um öryggisskoðun og viðhald væru uppfylltar.

American Airlines segir sektina vera of háa og játar ekki öll sín meintu brot.

FAA hefur áður krafist þess að flugfélagið Southwest Airlines verði dæmt til greiðslu 10,2 milljóna dala fyrir að fljúga vélum sem ekki uppfylltu öryggiskröfur.