Sex smásöluverslanir og tóbaksfyrirtæki hafa undirgengist sátt um að borga 173,3 milljónir punda samtals í sekt eftir að játa samkeppnisbrot. Fyrirtækin höfðu með sér ólöglegt samráð um verð.

Fyrirtækin sem um ræðir eru smásöluverslanirnar Asda, Somerfield, First Quench, TM Retail, One Stop Stores og tóbaksfyrirtækið Gallaher.

Samkeppniseftirlit Bretlands hefur einnig fyrirtækin Imperial Tobacco, Tesco, Shell, The Co-operative Group, Morrisons og Safeway til skoðunar.

Sum fyrirtækin hafa sótt um að lækkun sektar vegna samstarfsvilja síns. Verði fallist á það getur sektin samtals farið niður í 132,3 milljónir punda.