Celebrity Eclipse, eitt stærsta skemmtiferðaskip sem leggur við bryggju í Reykjavík í sumar, sigldi úr höfn í gær. Skipið er rúmlega tveggja ára gamalt, 300 metra langt og um 122.000 brúttótonn. Í áhöfn eru rúmlega 1.200 manns og er rými fyrir tæplega 2.900 farþega.

Fram kom á Vísi í dag að hafnargjöld til Faxaflóahafna hafi numið 6,3 milljónum króna og tolla- og vitagjöld 4,8 milljónum króna.

Skipið var hér í sólarhring en snýr aftur í ágúst.

Ferðin með með Celebrity Eclipse kostar á bilinu 800 evrur til 3.400 evra, á bilinu 126 þúsund og upp undir rúma hálfa milljón á manninn. Allt fer þetta eftir því hvernig herbergi viðkomandi ferðalangur velur sér og hvað ferðin er löng. Ferð í ágúst tekur tvær vikur og verður siglt á milli Bretlands, Noregs, Færeyja og Íslands. Farmiðinn liggur frá 1.024 evrum, jafnvirði rétt rúmar 160 þúsund króna, og upp í tæpar 4.100 evrur, 650 þúsund krónur.

Hér má sjá myndir af skipinu sem Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Viðskiptablaðsins, tók af skemmtiferðaskipinu.

Celebrity Eclipse
Celebrity Eclipse
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Celebrity Eclipse
Celebrity Eclipse
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Celebrity Eclipse
Celebrity Eclipse
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Celebrity Eclipse
Celebrity Eclipse
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Celebrity Eclipse
Celebrity Eclipse
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Celebrity Eclipse
Celebrity Eclipse
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Celebrity Eclipse
Celebrity Eclipse
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Celebrity Eclipse
Celebrity Eclipse
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Celebrity Eclipse
Celebrity Eclipse
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)