*

fimmtudagur, 3. desember 2020
Innlent 22. ágúst 2018 19:29

Risaútsala hjá WOW

WOW air hefur útsölu á flugfargjöldum til allra áfangastaða frá og með morgundeginum.

Ritstjórn
Skúli Mogensen á WOW air í gegnum Títan Fjárfestingafélag ehf.
Haraldur Guðjónsson

Útsala WOW air á fargjöldum til allra áfangastaða hefst á morgun að því er fram kemur frétt á vef breska blaðsins Mirror. Samkvæmt fréttinni hefst útsalan á morgun og stendur til 27. ágúst. Allt að 40% afsláttur veittur af fjargjöldum og þurfa kaupendur að fylla út kóðann WOWSALE áður en þeir klára bókunina.

Mikið hefur verið fjallað um WOW air eftir að fjárfestakynning vegna fyrirhugaðs skuldabréfaútboðs félagsins lak í fjölmiðla. Skúli Mogensen, eigandi WOW air, tjáði sig í fyrsta skipt um málið í dag í viðtali í Fréttablaðinu. Þar sagði hann meðal annars: „Miðasala félagsins hefur verið fín og við sjáum ekki að þessi umfjöllun hafi haft nein áhrif á sölu miða síðustu daga."

Fjallað verður um WOW air í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið.