*

sunnudagur, 22. september 2019
Erlent 3. ágúst 2017 18:52

Risavaxið skuldabréfasafn Apple

Apple á stærra safn af bandarískum ríkisskuldabréfum en mörg ríki heims.

Ritstjórn

Samkvæmt uppgjöri tæknirisans Apple á fyrirtækið nú bandarísk ríkisskuldabréf að andvirði 52,6 milljarða dollara. Hefur skuldabréfasafn fyrirtækisins stækkað um 10,9 milljarða dollara frá því í september á síðasta ári.

Í frétt CNBC er bent á að ef Apple væri erlent ríki utan Bandaríkjanna væri það í 23. sæti yfir lönd sem eiga stærst safn af bandarískum ríkisskuldabréfum samkvæmt uppgjöri Apple og gögnum frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Þrátt fyrir að Apple kæmist ekki nálægt Japan og Kína sem bæði eiga yfir eitt þúsund milljarða af bandarískum ríkisskuldabréfum þá kemur fyrirtækið í sætinu á eftir Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem eiga um 60,5 milljarða af bréfum. Þá á Apple stærra eignasafn en Holland sem væri í sætinu fyrir neðan Apple með 52,2 milljarða.  

Þar að auki eru skuldabréfaeign Apple mikið stærri en eign Amazon sem á ríkisskuldabréf að andvirði 5 milljarða dollara.

Stikkorð: Apple Ríkisskuldabréf