Fyrirtækjasamstaðan LVMH, sem á meðal annars, Louis Vuitton og Bulgari, hefur gengið frá samningi um yfirtöku á bandaríska skartgripaframleiðandinn Tiffany fyrir 16,2 milljarða dollara, jafnvirði um tvö þúsund milljarða króna. WSJ greinir frá.

LVMH hafði áður gert tilboð í Tiffany fyrir 120 dollara á hlut en í dag náðist samkomulag um að greiða 135 dollara á hlut.

Rekstur Tiffany hefur gengið illa undanfarinn misseri þar sem minnkandi eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins er kennt um. Fyrirtækið hefur veðjað á vaxandi stétt auðmanna í Kína. Tiffany var stofnað fyrir 182 árum og rekur í dag 300 verslanir um heim allan.

Viðskiptin eru þau stærstu í þriggja áratug stjórnartíð Bernard Arnault hjá LVHM. Kaupin toppa þegar LVHM keypti Dior á 13 milljarða dollar árið 2017. Arnault er fjórði ríkasti maður heims og ríkasti maður Evrópu samkvæmt auðmannalista Forbes.

LVHM er metið á um 220 milljarða króna og er einn stærsti tískuvöruframleiðandi heims.