Aðilar úr hluthafahópi CCP hafa frá því í byrjun júlí verið að fá símtöl frá Arctica Finance fyrir hönd ónafngreinds fjárfestis vegna áhuga þess síðastnefnda á að kaupa hluti þeirra í CCP. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins bauðst hluthöfum í byrjun júlí að selja hluti sína í félaginu fyrir 1.000 krónur á hlut, en fljótlega hafi boð- ið verið hækkað upp í 1.200 krónur á hlut. Í ágúst hafi boðið síðan verið hækkað upp í 2.000 krónur á hlut og í september hafi sumum hluthöfum verið boðnar 2.500 krónur fyrir hlutinn.

Stærsti framtakssjóður heims

Umræddur fjárfestir mun vera bandaríski framtakssjóðurinn New Enterprise Associates (NEA), sem er stærsti framtakssjóður í heimi. Eignir sjóðsins eru metnar á um 18 milljarða Bandaríkjadala. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að sjóðnum hafi þegar áskotnast um 10% eignarhlutur í CCP.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .