*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 13. nóvember 2011 08:46

Rithöfundar fá meira í sinn hlut

Nýr samningur útgefenda og rithöfunda ryður einni hindruninni úr veginum fyrir íslenskri rafbókaútgáfu.

Ritstjórn

Í vikunni var skrifað undir tilraunasamning um útgáfu rafrænna bóka á Íslandi. Aðilar að samningnum eru Félag íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasamband Íslands. Samkvæmt samningnum munu rithöfundar fá hærra hlutfall af nettóverði hverrar seldrar rafbókar en þeir hafa fengið af sölu pappírsbóka. „Samningurinn er til tveggja ára og gerum við ráð fyrir því að hann verði endurskoðaður að þeim tíma liðnum,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður félags bókaútgefenda.

Stjórnir beggja félaga hafa samþykkt samninginn, en félagar í Rithöfundasambandinu eiga eftir að leggja blessun sína yfir hann. 

Nánar má lesa um rithöfunda og virðisaukaskatt á rafbækur í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: Bókaútgefendur