Vegna niðurskurðar á framlögum í Bókasafnssjóð höfunda eru sumir hverjir rithöfundar það ósáttir að þeir vilja taka bækur sínar úr hillum bókasafna. Þessu greinir RÚV frá.

Fram kemur í fréttinni að áður hafi rithöfundar fengið greiddar 37 krónur fyrir hvert útlán á bók þeirra en nú sé upphæðin 17,85 krónur. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 að þetta væri eins og að mæta í vinnnuna ein mánaðarmótin og ákveðið hefði verið að borga bara helminginn af launum manns af því að það væri svo sem ekki til neitt mikið meira.

Kristín Helga segir jafnframt suma rithöfunda vera orðna svo súra yfir kjaraskerðingunni að þeir vilji fara að taka bækur sínar út úr bókasöfnum.