Gunnlaugur Árnason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur ákveðið að hætta störfum hjá blaðinu og hverfur til annarra starfa. Jónas Haraldsson hefur verið ráðinn ritstjóri blaðsins. "Þetta hefur verið skemmtilegt verkefni. Viðskiptablaðið kemur nú út fjórum sinnum í viku og hefur sterka stöðu á sínum markaði," segir Gunnlaugur.

Jónas Haraldsson hefur áratugareynslu í blaðamennsku, frétta- og ritstjórn. Hann hefur gegnt aðstoðarritstjóra Viðskiptablaðsins en við þeirri stöðu tekur Sigurður Már Jónsson fréttastjóri sem sömuleiðis býr að langri og víðtækri reynslu. ?Með fjölgun útgáfudaga hafa efnistök Viðskiptablaðsins verið víkkuð, m.a. með aukinni þjóðmálaumfjöllun og sérstakri helgarútgáfu á föstudögum. Það er því spennandi viðfangsefni að þróa blaðið áfram til frekari vaxtar," segir Jónas.