Andrew Gowers, ritstjóri viðskiptablaðins Financial Times, er hættur störfum. Samkvæmt frétt BBC er ástæðan ágreiningur við útgefanda blaðsins.

Útgefandinn, Person, segir í samtali við BBC að mismunur á sinni stefnu og Andrew Gowers hafi valdið því að ritstjórinn hætti. Ekkert hefur verið látið frekar uppi um hvað ágreiningur þeirra snýst, en BBC bendir á að blaðið hafi m.a. barist við minnkandi dreifingu í Bretlandi. Hins vegar hefur FT verið að sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum sem og á meginlandi Evrópu. Þá er gert ráð fyrir að reksturinn verði á núlli á þessu ári.

Gowers er 48 ár að aldri og hefur starfað hjá Financial Times síðan 1983. Hann var ráðinn ritstjóri blaðsins árið 2001. Mun Lionel Barber, framkvæmdastjóri blaðsins í Bandaríkjunum, verða ritstjóri í stað Andrew Gowers. Forstjóri útgáfunnar, Majorie Scardino, ber mikið lof á frammistöðu Andrew Gowers í gegnum tíðina.