Í frummatsskýrslum Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyrirhugaðra Bitru- og Hverahlíðarvirkjana kemur fram að vinnslan gengur hraðar á varma- og massaforða svæðisins en náttúruleg endurnýjun annar, og er vinnslustefnan því sögð "ágeng."

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar segir það ekki stefnu hennar að stunda slíka vinnslustefnu, og er það í samræmi við það sem hefur tíðkast hjá öðrum íslenskum orkufyrirtækjum.

Túlka má ágenga vinnslustefnu sem sjálfbæra til langs tíma sé virkjunarsvæðum gefin hvíld, en í úttekt sinni í dag fjallar Viðskiptablaðið um ólík vinnslumynstur jarðhitasvæða.