Nasdaq OMX kauphöllin hefur fært þrjú íslensk félög niður um stærðarflokk.  Bakkavör Group færist niður í flokkinn  „meðalstórt“ úr „stórt“. Þá eru bæði 365 og Teymi lækkuð í flokkinn „lítið“ úr „meðalstórt“.

Félög sem eru að markaðsvirði einn milljarður evra eða meira flokkast sem stór félög. Félög sem eru að markaðsvirði 150 milljónir evra til einn milljarður evra flokkast sem meðalstór félög, og félög sem eru innan við 150 milljónir evra að markaðsvirði flokkast sem smærri félög, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Teymi [ TEYMI ] hefur lækkað um 65% frá áramótum, 365 [ 365 ]  hefur lækkað um 46% á sama tíma og Bakkavör Group [ BAKK ] hefur lækkað um 45%.