Í vikunni verða birt uppgjör þriggja fyrirtækja í Kauphöllinni. Össur birtir uppgjör sitt á miðvikudag, Exista á fimmtudag og Vinnslustöðin á föstudag.

Vegvísir greiningardeildar Landsbankans bendir á að uppgjörstímabil Kauphallarinnar hefur farið vel af stað. Allir bankarnir hafa skilað góðum uppgjörum auk þess sem FL Group náði methagnaði á fjórða fjórðungi og Bakkavör skilaði góðu uppgjöri í takt við væntingar greiningardeldar Landsbankans.

Frá því að fyrsta uppgjör tímabilsins leit dagsins ljós þann 26. janúar hefur Úrvalsvísitalan hækkað alla viðskiptadaga eða samtals um 3,5%. Í lok dagsins í dag var gildi hennar 7.112 sem er hæsta lokagildi sem hefur verið skráð.