Rob Ford hefur nú lokið meðferð við vímuefnafíkn sinni og er væntanlegur aftur til vinnu í ráðhúsi Toronto í fyrramálið. Ford hefur verið um mánuð í afvötnun, en krakkreykingar borgarstjórans urðu að alþjóðlegu hneyksli þegar myndband af honum þar sem hann mundaði krakkpípu var lekið á netið.

Ford er 45 ára gamall og mun bjóða sig fram til endurkjörs þegar kosið verður um næsta borgarstjóra í október næstkomandi. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur borgarstjórinn þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið fylgis 32 prósent borgarbúa.

Olivia Chow, sem einnig hyggst bjóða sig fram til borgarstjóra, nýtur um þessar mundir meiri stuðnings en Ford og líklegra þykir að hún muni verða fyrir vali íbúa Toronto í október.