Bandaríski leikarinn Robert Downey Jr. var tekjuhæsti leikari heims síðasta árið með 80 milljónir dala, jafnvirði 11 milljarða íslenskra króna, í tekjur. Þetta kemur fram á nýjum lista viðskiptatímaritsins Forbes sem hefur tekið saman tekjuhæstu karlkyns leikarana.

Þetta er þriðja árið í röð sem Downey Jr. trónir á toppi listans en kvikmyndirnar um Járnmanninn hafa skilað gríðarlegum fjárhæðum á bankareikning leikarans. Athygli vekur hins vegar að Jackie Chan er í öðru sæti listans með 50 milljónir dala í tekjur, en hann lék nýlega í myndinni Dragon Blade. Í þriðja sætinu situr svo Vin Diesel með 47 milljónir dala í tekjur.

Tíu tekjuhæstu leikarar heims

1. Robert Downey Jr. - 80 milljónir dala
2. Jackie Chan - 50 milljónir dala
3. Vin Diesel - 47 milljónir dala
4. Bradley Cooper - 41,5 milljónir dala
5. Adam Sandler - 41 milljón dala
6. Tom Cruise - 40 milljónir dala
7. - 8. Amitabh Bachchan - 33,5 milljónir dala
7. - 8. Salman Khan - 33,5 milljónir dala
9. Akshay Kumar - 32,5 milljónir dala
10. Mark Wahlberg - 32 milljónir dala

Hér má sjá listann í heild sinni.