Róbert Marshall, forstöðumanni NFS, hefur verið sagt upp störfum hjá sjónvarpstöðinni NFS en uppsagnir höfðu verið boðaðar hjá fyrirtækinu vegna rekstrarerfiðleika. Ekki er vitað til að öðrum starfsmönnum stöðvarinnar hafi veri sagt upp störfum að svo stöddu.

Þetta kemur fram á fréttavef Morgunblaðsins en þar staðfestir Róbert Marshall að honum hafi verið sagt upp störfum hjá NFS.

Í kjölfar þessara fregna er ljóst er að opinber bréfaskrif Róberts Marshall hafi ekki borið tilætlaðan árangur.
Eins og kunnugt er skrifaði hann bréf í Fréttablaðið og Morgunblaðið í síðustu viku þar sem hann bað Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra Baugs að taka slaginn með sér og bjarga NFS. Bréfaskriftirnar vöktu mikla atygli en upskáru ekki erfiði sem erindi, í það minnsta ekki fyrir Róbert sjálfan, en óvíst er hvað verður um NFS fréttastöðina.