*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 27. maí 2013 16:09

Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar

Róbert Marshall er formaður þingflokks BF, Brynhildur Pétursdóttir varaformaður og Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri.

Ritstjórn
Róbert Marshall á Alþingi.
Axel Jón Fjeldsted

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, var kosinn formaður þingflokks BF á þingflokksfundi í dag. Brynhildur Pétursdóttir var kosin varaformaður þingflokksins og Björt Ólafsdóttir var kosin ritari. Kemur þetta fram í tilkynningu frá flokknum.

Róbert leiddi lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum í vor. Brynhildur Pétursdóttir leiddi lista BF í Norðausturkjördæmi og Björt Ólafsdóttir leiddi listann í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Björt framtíð hlaut 8,2% atkvæða og sex þingmenn kjörna í kosningunum í vor, þau Guðmund Steingrímsson, Brynhildi Pétursdóttur, Óttarr Proppé, Pál Val Björnsson, Björt Ólafsdóttur og Róbert Marshall.

Loks hefur Heiða Kristín Helgadóttir verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar framtíðar og Atli Fannar Bjarkason aðstoðarmaður formanns.