Endurskoða þarf 14. grein stjórnarskrárinnar og lög um ráðherraábyrgð, að sögn Róberts Spanó, forseta lagadeilda Háskóla Íslands.

Róbert R. Spanó, prófessor
Róbert R. Spanó, prófessor
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Róbert sagði í samtali við fréttastofu RÚV um niðurstöðu Landsdóms í máli Geirs H. Haarde mikilvægt að greina hana og draga af henni lærdóm. Hann vildi ekki tjá sig um málið með ítarlegri hætti fyrr en hann hefði lesið dómsorð en sagði ljóst af því að mikilvæg mál verði að ræða á ríkisstjórnarfundum .

„Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ferli eins og þetta sé ekki hentugt til að koma lagalegri ábyrgð á hendur ráðherra í ríkisstjórn. Taka þarf ákvörðunarvaldið úr höndum stjórnmálamanna,“ sagði hann.