Athafnamaðurinn Róbert Wessman hryggbrotnaði í hjólreiðaslysi í júlí síðastliðnum þegar hann æfði fyrir hreystikeppnina Járnkarlinn 2013. Hann lá á gjörgæslu í tólf daga og þykir mildi að ekki fór verr. Róbert segir í samtali við DV í dag að hann sé heppinn að vera ekki lamaður.

Blaðið lýsir slysinu á þann veg að Róbert hafi verið á um 48 kílómetra hraða á eftir bíl sem staðnæmdist á miðjum Krýsuvíkurvegi með þeim afleiðingum að Róbert lenti aftan á bílnum, flaug í gegnum afturrúðuna og lenti í aftursætinu. M.a. brotnuðu framtennur Róberts. Hann segist ekki mega fara úr húsi næstu átta vikurnar en að þeim tíma liðnum tekur við ströng endurhæfing. Róbert óttast að hann muni aldrei hjóla á ný en ekki sé sjálfgefið að hann geti það eftir slysið.

Róbert og liðsfélagar hans settu Íslandsmet í hálfum Járnkarli í fyrra.