Actavis Group, tilkynnti í dag að Aceway corporation, félag í eigu forstjóri félagsins, Róberts Wessman, hafi keypt bréf í félaginu, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Aceway hefur gert framvirkan samning við Straum Burðarás á 64.814.815 hlutum, á genginu 54 með lokadag í júlí 2006 og fer félagið með atkvæðisrétt bréfanna.

Að auki hefur Aceway keypt eigin bréf Actavis, alls 25.569.371 hluti á genginu 53,4. Félagið hefur að sama skapi keypt sölurétt á þann hluta með lokadagsetningu 1.júlí 2008.

Heildareign Róberts eftir viðskiptin eru 123.625.804 hlutir, sem jafngildir 3,87% af A-hlutum félagsins, segir í tilkynningunni.