Róbert Wessman mun láta af störfum sem forstjóri Actavis Group samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins og í hans stað kemur Sigurður Óli Ólafsson, núverandi aðstoðarforstjóri. Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Actavis, mun hafa tilkynnt starfsmönnum félagsins um þetta fyrir stundu.

Um 11 þúsund manns hjá fyrirtækinu

Róbert var ráðinn forstjóri lyfjafyrirtækisins Delta í Hafnarfirði árið 1999, þá þrítugur að aldri. Hann varð forstjóri Actavis árið 2002, í kjölfar samruna lyfjafyrirtækjanna. Undir hans stjórn hefur fyrirtækið vaxið mjög og er nú í hópi stærstu fyrirtækja heims á sviði framleiðslu samheitalyfja. Á undanförnum sjö árum hefur félagið keypt upp ríflega 20 fyrirtæki á þessu sviði. Nú starfa hjá fyrirtækinu um 11 þúsund manns í fjörutíu löndum.