Róbert Wessman skoðar nú hvort mögulegt sé að rifta kaupum hans á hlutabréfum í Glitni. Tæpri viku áður en ríkið tók yfir Glitni keypti Róbert hlut í bankanum fyrir tæpa 6 milljarða króna, sem nam þá 2,5% hlutafjár.

Frá þessu var greint í sjónvarpsfréttum stöðvar 2.

Fjárfesting Róberts varð eins og gefur að skilja að engu við fall Glitnis, en ekki er þó ljóst á hendur hverjum Róbert myndi höfða riftunarmál. Líklegt er þó talið að það yrði höfðað á hendur Glitni, en hlutina keypti Róbert af bankanum.

Róbert vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu Stöðvar 2.