*

fimmtudagur, 5. desember 2019
Innlent 11. júní 2018 12:07

Róbert Wessman valinn besti forstjórinn

Róbert Wessman var valinn besti forstjórinn í lyfjaiðnaðinum.

Ritstjórn
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen
Haraldur Guðjónsson

Róbert Wessman, forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, var valinn besti forstjórinn í lyfjaiðnaðinum. Þetta kemur fram á vef EuropeanCEO

Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen, sem Róbert Wessman, hefur leitt heldur áfram að heilla fólk í viðskiptalífinu með sínum mikla vexti og árangri segir í fréttinni. 

Alþjóðlegi lyfjaiðnaðurinn hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum, þá einkum í Bandaríkjunum. Nýjar áskoranir í þessum geira hafa neitt stjórnendur til að leita nýrra leiða og lausna og hefur aldrei verið mikilvægari. Alvogen hefur verið leiðandi í líftæknihliðstæðum ásamt dótturfyrirtæki sínu Alvotech. Á alþjóðlega vísu fóru tekjur fyrirtækisins yfir einn milljarð bandaríkjadollara. 

Wessman hóf feril sinn í lyfjaiðnaði fyrir u.þ.b. tuttugu árum þegar hann var forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Deltu sem varð síðar Actavis.

Stikkorð: Róbert Wessman Alvogen