Lyfjafyrirtækið Roche hefur ákveðið að styrkja söfnunarátak Krabbameinsfélags Íslands, bleiku slaufuna, með kr. 500.000.

Styrkurinn fer til greiðslu á nýjum, stafrænum tækjabúnaði Leitarstöðvarinnar, sem auka mun líkurnar á því að brjóstakrabbamein greinist snemma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Roche.

„Roche hefur styrkt Krabbameinsfélagið árlega með ýmsum hætti.  Í ár fer andvirði                                                                   söfnunarátaksins til að greiða fyrir nýju leitartækin, en Roche hefur ávallt lagt áherslu á að leggja sitt af mörkum til samfélagsins og gefið rausnarlega til vísindarannsókna og góðgerðarmála,“ segir Valdís Beck, markaðsfulltrúi hjá Roche í tilkynningunni.

„Við erum mjög ánægð með að fá þennan styrk frá Roche og kunnum vel að meta stuðninginn., segir Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.

„Baráttan gegn brjóstakrabbameini er barátta okkar allra, og vinnst með öflugu samstarfi margra ólíkra þátta, hvort sem það eru vísindarannsóknir, árveknisátök, bætt leit að krabbameini á byrjunarstigi, ný lyf og tækni  við meðferð eða stuðningshópar sjúklinga,“ segir Framfarir í þróun og framleiðslu lyfja sem geta læknað eða komið í veg fyrir krabbamein er veigamikill þáttur í baráttunni gegn þessum algenga sjúkdómi. Sala bleiku slaufunnar hefur gengið vonum framar í ár og erum við afar þakklát og stolt yfir því hvernig þjóðin öll hefur stutt okkur og staðið saman.“