John D. Rockefeller eldri hagnaðist gífurlega á fyrirtæki sínu Standard Oil, sem hann stofnaði árið 1870, en nú hefur eignasjóður Rockefeller-fjölskyldunnar losað sig við allar sínar eignir í olíubransanum.

Sjóðurinn á um 130 milljónir Bandaríkjadala í hlutabréfum olíufyrirtækja, en það eru um 16,9 milljarðar íslenskra króna. Ástæðan fyrir sölu sjóðsins á bréfunum ku vera sú að þeim finnst fyrirtæki á borð við Exxon hafa slæm áhrif á umhverfið.

Í tilkynningu á vef fjárfestingasjóðsins segir að það sé óskynsamlegt að fjármagna fyrirtæki sem halda áfram að framleiða og dreifa jarðefnaeldsneyti - og að enginn heilbrigður grundvöllur sé fyrir áframhaldandi framleiðslu