Mál spænska bankans Aresbank gegn Landsbankanum gæti haft umtalsverð áhrif á íslensku bankana sem og kröfuhafa gömlu bankanna, allt eftir því hver niðurstaðan í málinu verður fyrir Hæstarétti. Meðal annars vegna þess hvernig héraðsdómur rökstuddi niðurstöðu sína, sem var Landsbankanum og ríkinu í vil, hangir margt á spýtunni.

Málið snýst um peningamarkaðsinnlán, sem námu 30 milljónum evra og sjö milljónum punda, sem Aresbank lagði inn hjá Landsbankanum árið 2008. Þegar Landsbankinn var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og honum skipt í gamlan og nýjan banka var ákveðið að nýi bankinn myndi yfirtaka „[s]kuldbindingar í útibúum Landsbanka Íslands hf. á Íslandi vegna innlána frá fjármálafyrirtækjum, Seðlabanka Íslands og öðrum viðskiptavinum“. Í nóvember var svo ákveðið að peningamarkaðsinnlán frá fjármálafyrirtækjum yrðu ekki flutt yfir í nýja bankann. Þessu vildi Aresbank ekki una og stefndi bæði nýja Landsbankanum og íslenska ríkinu og Fjármálaeftirlitinu. Vill hann fá bætur frá síðarnefndu tveimur aðilunum ef Landsbankinn er sýknaður.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Ákrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.