Hans Dieter Pötsch, formaður stjórna Volkswagen birti í dag yfirlýsingu frá fyrirtækinu þar sem segir að röð mistaka, sem hófust árið 2005 sé ástæða þess að bifreiðar félagsins innihéldu hugbúnaðinn umdeilda.

Félagið viðurkenndi að það hefði hannað hugbúnað til láta sem svo að bílarnir fullnægðu kröfum í Bandarikjunum. Þetta gerðu þeir eftir að þeir sáu að þeir gátu ekki mætt kröfunum á löglegan hátt innan þess tímaramma sem þeir höfðu. Hans sagði að innri verkferlar Volkswagen hafi verið ófullkomnir og þeir hafi þ.a.l. ekki komið auga á vandamálið.

Hans sagði að fáir aðilar innan Volkswagen hafi vitað af málinu, en að níu aðilar, þ. á m. háttsettir starfsmenn innan fyrirtækisins, hafi verið reknir vegna málsins.